06.02.2017 08:42

Knattspyrnuakademía Tandrabergs um helgina.

Sæl,

Meðfylgjandi skrár kynna knattspyrnakademíu Tandrabergs sem verður um helgina.

Skráning fyrir 9. febrúar 2017.

517 KFF_tandraberg_akademia.pdf

Akademía Dagskrá 2017.doc

Með kveðju,

Knattspyrnuráð

Lokað fyrir álit

12.01.2017 08:43

Ungmennaskiptaverkefni á Ítalíu

Skilaboð frá ÚÍA:

Ævintýri á Ítalíu!

UÍA óskar eftir umsóknum frá ungu fólki (18-30 ára) um allan fjórðung, til að taka þátt í spennandi ungmennaskiptaverkefni LIVE FEED í Caserta á Ítalíu 19.-27. febrúar....(já stuttur fyrirvari, okkur var kippt inn vegna forfalla ;))

Megin þema verkefnisins er heilsusamlegur lífstíll, matargerð og matarmenning.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með þurfa að hafa hröð handtök og senda umsókn á netfangið uia@uia.is,fyrir 14. janúar.

Þar sem koma fram helstu upplýsingar um umsækjanda (nafn, aldur, búseta, áhugamál) og rökstuðningur afhverju viðkomandi ætti að verða fyrir valiu. EN UÍA á einungis 4 sæti í verkefninu og því gæti borgað sig að vanda til verka við umsókn.

Hægt að deila hér í gegnum facebook: https://www.facebook.com/umfausturlands/photos/a.476313239214.259519.56699829214/10154485158619215/?type=3&theater

Með kveðju,

ÚÍA

Lokað fyrir álit

09.01.2017 12:40

Nýir blakþjálfarar!

Við kynnum nýjan blakþjálfara hjá 5.-10. bekk en það er hann Kristján Pálsson. Hann hefur í vetur verið að æfa og spila blak með Þrótti í Neskaupsstað. Þuríður R. mun sjá um æfingar hjá 1.-4. bekk amk. til að byrja með.

Lokað fyrir álit

29.12.2016 13:28

Umf Valur 80 ára og íþróttamaðurinn 2016

Umf. Valur hélt upp á 80 ára afmælið sitt þann 27. desember en það var stofnað þennan dag árið 1936.

Í tilefni dagsins hittust bæjarbúar yfir dýrindis súpu og veglegri afmælisköku.  Síðan var öllum iðkendum gefnir rauðir vatnsbrúsar með merki félagsins.

Á sama tíma var útnefndur íþróttamaður umf Vals fyrir árið 2016 og hlaut Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukóngur, nafnbótina að þessu sinni.

Hann hefur verið í fremstu röð í glímunni síðustu ár og árið 2016 hefur hann verið ósigrandi bæði hérlendis sem erlendis.  Hann tók þátt í öllum glímumótum á Íslandi árið 2016 og sigraði þau öll.   Sem og enskur og skoskur meistari í backhold.  Ásmundur Hálfdán vann einnig Grettisbeltið  á árinu, fyrstur fyrir hönd ÚÍA.

Stórkostlegur íþróttamaður hér á ferð og mikil fyrirmynd, bæði innan vallar sem utan.

Við erum stolt af þér Ásmundur Hálfdán og óskum þér innilega til hamingju.

Og við erum stolt af afmælisbarninu okkar – megi það eiga bjarta framtíð.

Lokað fyrir álit

29.12.2016 12:00

Aðalsteinsbikarinn 2016

Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2016.

Tuttugu og fimm keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

 

Eftirtaldir keppendur stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu Aðalsteinsbikarnum árið 2016.

Konur – Bylgja Rún Ólafsdóttir

Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Meyjar 13 - 15 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir

Piltar 13 - 15 ára – Kjartan Mar Garski Ketilsson

Stelpur 10 - 12 ára – Kristey Bríet Baldursdóttir

Strákar 10 - 12 ára – Þórður Páll Ólafsson

 
Lokað fyrir álit
  • 1

Tenglar

Nafn:

Ungmennafélagið Valur

Kennitala:

460576-0599

Bankanúmer:

1106-05-402513
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 118536
Samtals gestir: 31494
Tölur uppfærðar: 27.2.2017 04:33:44