23.09.2016 15:07

Æfingataflan fyrir haustið 2016

1. tbl. af æfingatöflu haustsins er útgefið - endilega kíkið á slóðina hér fyrir neðan eða klikkið hér til hægri.  

http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=9ce3c382-2962-4e10-b0ab-24a2af05cfeb

Verið er að vinna að því að fá körfuboltaæfingar inn og ef það tekst þá að sjálfsögðu gefum við út nýja töflu.

 

23.09.2016 08:48

Gólfið verður sett á íþróttahúsið í dag

Í dag, föstudaginn, 23. september kl. 18:00, munum við setja gólfið á íþróttahúsið og biðjum við foreldra og aðra velunnara að aðstoða við verkið.

Endilega hafið með ykkur góða vinnuvettlinga og heyrnahlífar, því þessu verki fylgir mikill hávaði.

Við mælum með því að börn í 4. bekk og yngri fái að vera heima og börn í 5. - 7. bekk séu í fylgd með foreldrum; passið sérstaklega upp á að þau séu með heyrnahlífar og vinnuvettlinga.

Með von um að þið takið vel í þessa beiðni okkar, þar sem þetta er ein af stærri fjáröflunum félagsins.

Margar hendur vinna létt verk.

Með bestu kveðju,
Stjórn og ráð umf Vals

  • 1

Tenglar

Nafn:

Ungmennafélagið Valur

Kennitala:

460576-0599

Bankanúmer:

1106-05-402513
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 114468
Samtals gestir: 30129
Tölur uppfærðar: 29.9.2016 04:57:56