28.01.2021 19:27

Nýtt íþróttahús 2021!

Sæl öll,

Þá fer nú spenningurinn að aukast enn frekar þegar búið er að skrifa undir verksamning vegna vinnu við uppsteypun við nýtt íþróttahús og ekki svo langt þangað til við förum að geta spriklað þar inni :-)

Hvet ykkur til að fara á youtube.com og gera leit að myndbandi sem heitir "Nýtt íþróttahús á Reyðarfirði".  Mjög skemmtileg innsýn inn í hvernig þetta kemur til með að líta út Verkfræðistofan Mannvit gerði mynbandið.

Síðan reynum við að skella inn myndum reglulega af framkvæmdum.

Meðfygjandi mynd var tekin þann 16. ágúst og sýnir stöðuna í grunninum þennan dag.

 

Það væri mjög gaman ef fólk sem hefði í fórum sínum ljósmyndir úr starfi ungmennafélagsins í gegnum tíðina væri tilbúið til að senda okkur afrit af þeim á rafrænu formi á netfangið umfvalur@gmail.com.  Aldrei að vita nema við getum sett eitthvað skemmtilegt saman og sýnt við opnun hússins.  Ennþá skemmtilegra ef einhverjir lúra á dóti og/eða fatnaði með merki umf Vals og væru tilbúnir að gefa það frá sér.  Best væri að fara með það í núverandi íþróttahús eða hafa samband við einhvern úr stjórninni.

Með bestu kveðju,

stjórn umf Vals.

Lokað fyrir álit

Tenglar

Nafn:

Ungmennafélagið Valur

Kennitala:

460576-0599

Bankanúmer:

1106-05-402513
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 25
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 153473
Samtals gestir: 43918
Tölur uppfærðar: 3.3.2021 17:56:15