Um félagið

Texti tekinn upp úr bókinni:  Saga Reyðarfjarðar eftir Guðmund Magnússon.  "Ungmennafélagið Valur á Reyðarfirði var stofnað 27. desember 1936. Stofnfundur félagsins var haldinn í Barnaskólahúsinu og voru fundarmenn 22. Stjórn var kosin Emil Magnússon formaður, Páll Beck ritari og Margrét Þorsteinsdóttir gjaldkeri. Það er mjög athyglisvert að Emil og Páll voru 15 ára og Margrét 14 ára. Félagið fór vel af stað og hélt fundi einu sinni í mánuði. Strax á fyrsta fundi voru kosnir 6 félagsmenn til næstu starfsnefndar sem áttu að skipuleggja næsta fund.  Eitt að markmiðum félagsins var skógrækt og verndun skógarleifa. Grænafellið er einn fallegasti staður í Reyðarfirði og er saga Grænafellsins samofinn sögu ungmennafélagsins frá þessum tíma. Hreppsnefnd og Ungmennafélagið gerðu samkomulag um að félagið fengi Grænafellið til varðveislu. Svæðið var girt og notað til útivistar, þar voru haldnar hátíðarsamkomur, íþróttamót og kappleikir. Félagið stóð einnig fyrir gróðursetningu á svæðinu.
Ungmennafélagið stóð fyrir margskonar heilbrigðum skemmtunum og oft lauk fundum með söng, hljóðfæraleik, upplestri og leikþáttum. Einnig voru haldnir mál- og skemmtifundir, kvikmyndasýningar, dansnámskeið, bingókvöld og ýmsar nefndir.
Margir góðir menn hafa stýrt félaginu í gegnum tíðina. Marinó Sigurbjörnsson var formaður lengst allra eða 13 ár.
Árið 1981 má segja að starfsemi félagsins hafi tekið miklum breytingum með stofnun hinna ýmsu sérráða eftir íþróttagreinum" 

Í dag eru starfrækt 4 íþróttaráð innan félagsins: knattspyrnuráð, skíða- og brettaráð glímuráð og blakráð.


Formaður Ungmennafélags Vals frá árinu 2013 er Aðalheiður Vilbergsdóttir.

Tenglar

Nafn:

Ungmennafélagið Valur

Kennitala:

460576-0599

Bankanúmer:

1106-05-402513
Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 25
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 153479
Samtals gestir: 43919
Tölur uppfærðar: 3.3.2021 20:25:31